Það er mikið um að vera á Jómfrúnni, hvort sem það er sumar eða vetur. Fylgstu með til þess að missa ekki af viðburðum og ‘hyggelig’ stemningu á Jómfrúnni.
Sumar
Sumarjazzinn
Jazzprógrammið er á sínum stað á hverju sumri. Það er Sigurður Flosason sem fer með skipulagsvald í gerð dagskrár, Jómfrúin sér um bjórinn, matinn og sólina á Jómfrúartorginu. Fyrstu tónleikar verða samkvæmt venju fyrsta laugardag í júní og svo alla laugardaga út ágúst, milli 15 og 17. Leikið er utandyra á Jómfrúartorginu. Aðgangur er ókeypis.
Það jafnast ekkert á við jazz!
Jómfrúin vann Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2024 í flokknum Tónlistarviðburður ársins fyrir sumarjazztónleikaröðina
Bókin okkar
Jómfrúin - Dönsk og dejlig í 25 ár
Fyrir jólin 2021 kom út bókin “Jómfrúin”. Í bókinni um Jómfrúna má finna uppskriftir að fjölmörgum réttum sem prýtt hafa matseðilinn í gegnum tíðina, sögu veitingastaðarins og vitnisburð fastakúnna sem allir kalla Jómfrúna sína enda eru veitingastaðir hvorki stærri né meiri en fólkið sem er þar innandyra.
Aðventuheimsókn á Jómfrúna er löngu orðin hefð hjá mörgum. Jómfrúin leggur mikið upp úr jólamatseðlinum og býr til gómsæta jólaplatta sem passa fullkomlega með góðum snafs!