Velkomin á Jómfrúna

Ekta danskt smurbrauð

Af natni og stolti tengir Jómfrúin íslenskt gæðahráefni við aldargamlar hefðir svo úr verður einstök matarupplifun fyrir hennar gesti. Jómfrúin stendur teinrétt vörð um gæði og hefðir sem vert er að varðveita.

Um jómfrúna

Velkomin á Jómfrúna

Jómfrúin býður upp á mikið úrval af dönsku smurbrauði í bland við klassíska danska og skandinavíska aðalrétti. Hefð og handbragð danskrar matreiðslu ásamt áræðinni íslenskri nýjungasmíð er í öndvegi. Hefðin skiptir öllu máli, smurbrauð á að vera fallega skreytt, topphlaðið og matarmikið.

Jómfrúin hefur starfað óslitið í 28 ár og fastagestir hafa haldið tryggð við staðinn allan tímann sem segir meira en mörg orð. Dönsku áhrifin eru sterk enda er fátt danskara en smurbrauð.

Jómfrúin er staðsett í Lækjargötu 4, í hjarta miðborgarinnar. Að baki veitingastaðarins er skjólsælt torg þar sem gestir geta setið úti á góðviðrisdögum.

Velbekomme!

Glöggvið ykkur á

JÓLAMATSEÐLI

Jólaplatti Jómfrúarinnar

Reykt andarbringa

Danskt ævintýri

Roastbeef timbraðamannsins

Gjöf sem gleður

Gjafabréf

Það er erfitt að pakka inn aðventustund eða sumarjazzi á Jómfrúnni, en þú kemst ansi nálægt því með gjafabréfi frá okkur. Hafðu samband á [email protected] eða símleiðis og við ráðleggjum þér.

Hefðin skiptir öllu

Dönsku áhrifin eru sterk á Jómfrúnni

Það er fátt danskara en smurbrauð. Jómfrúin hefur vissa þolinmæði fyrir nýjungum en allt innan vissra marka, takk fyrir. Hefðin skiptir öllu, smurbrauð á að vera fallega skreytt, topphlaðið og matarmikið. Jómfrúin hefur einstakt lag á að tengja saman íslenskt gæðahráefni við dönsku hefðina og handbragðið sem tilheyrir smurbrauðskúnstinni.

Umsagnir

Hvað segir fólkið um Jómfrúna?