Jómfrúin hefur einstakt lag á að tengja saman íslenskt gæðahráefni við dönsku hefðina og handbragðið sem tilheyrir smurbrauðskúnstinni.
Jómfrúin býður upp á mikið úrval af dönsku smurbrauði í bland við klassíska danska og skandinavíska aðalrétti . Hefð og handbragð danskrar matreiðslu ásamt áræðinni íslenskri nýjungasmíð er í öndvegi.
Jómfrúin hefur starfað óslitið í 25 ár og fastagestir hafa haldið tryggð við staðinn allan tímann sem segir meira en mörg orð. Dönsku áhrifin eru sterk enda er fátt danskara en smurbrauð. Hefðin skiptir öllu máli, smurbrauð á að vera fallega skreytt, topphlaðið og matarmikið.
Jakob Jakobsson stofnandi staðarins er fyrsti karlmaðurinn í heiminum til að útskrifast sem „smørrebrødsjomfru“ frá hinu heimsfræga veitingahúsi Idu Davidsen, arftaka smurbrauðsveitingahúss Oscars Davidsen í Kaupmannahöfn.
Sonur Jakobs, Jakob jr. veitir nú Jómfrúnni forstöðu og hefur gert frá 2015 eftir að hafa verið viðloðandi fyrirtækið með hléum frá árinu 2003.
Jómfrúin er staðsett í Lækjargötu 4, í hjarta miðborgarinnar. Að baki veitingastaðarins er skjólsælt torg þar sem gestir geta setið úti á góðviðrisdögum.
Velbekomme!
Það hentar Jómfrúnni vel að láta tölurnar tala. Allt frá fjölda ára í rekstri, úrvals og fjölbreytileika matar og drykkjar auk fjölda frábærra umsagna. Það má með sanni segja að Jómfrúin sé stolt af tölunum, sem tala sínu máli.